Innlent

Tilkynningum um kynferðislega áreitni fjölgað um fimmtíu prósent

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Tilkynningum um kynferðislega áreitni til lögreglu hefur fjölgað um fimmtíu prósent milli ára og fleiri ofbeldisbrot hafa ekki verið skráð á höfuðborgarsvæðinu frá því skráningar hófust fyrir tæpum tveimur áratugum.

Samkvæmt skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot árið 2017 hefur tilkynningum um kynferðisbrot og ofbeldisbrot fjölgað til muna milli ára. Hlutfallslega fjölgaði tilkynningum um kynferðislega áreitni mest, eða um fimmtíu prósent, en alls bárust 300 tilkynningar um kynferðisbrot í fyrra.





Fjöldi skráðra ofbeldisbrota var 1.284 en þar af voru 1.043 vegna minniháttar líkamsárása. Samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér hefur slíkur fjöldi ofbeldisbrota ekki átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá því samræmdar skráningar hófust árið 1999.

Fjölgun minniháttar líkamsárása síðastliðin þrjú ár er sögð skýrast að miklu leyti af breyttu verklagi lögreglu í heimilisofbeldismálum sem tók gildi í byrjun árs 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×