Innlent

Tjón fáist bætt vegna skýstróka

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Samkvæmt lögum eru brunatryggðar húseignir og lausafé vátryggðar gegn tjóni sem hlýst af eldgosum, jarðskjálftum, skriðuföllum, snjóflóðum og vatnsflóðum.
Samkvæmt lögum eru brunatryggðar húseignir og lausafé vátryggðar gegn tjóni sem hlýst af eldgosum, jarðskjálftum, skriðuföllum, snjóflóðum og vatnsflóðum. Fréttablaðið/DAníel
Sjö þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). Breytingin felur í sér að tjón sem skýstrókar valda fáist bætt. Fyrsti flutningsmaður er Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins.

Samkvæmt lögum eru brunatryggðar húseignir og lausafé vátryggðar gegn tjóni sem hlýst af eldgosum, jarðskjálftum, skriðuföllum, snjóflóðum og vatnsflóðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að tjón af völdum skýstróka bætist við.

Í greinargerð segir að stutt sé síðan öflugur skýstrókur hafi valdið tjóni í Skaftárhreppi. Mildi þyki að heimilisfólk á bænum Norðurhjáleigu hafi ekki verið heima þegar strókinn bar að garði. Lagt er til að lögin séu afturvirk að hluta og að NTÍ verði gert að bæta það tjón sem hlaust af í það skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×