Sport

Conor í keppnisbann að læknisráði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Conor McGregor fékk væna útreið á móti Khabib.
Conor McGregor fékk væna útreið á móti Khabib. vísir/getty
UFC-kappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hefur fengið tímabundið bann frá æfingum og keppni að læknisráði. Hann má ekkert gera í mánuð.

McGregor þurfti að játa sig sigraðann í stærsta bardaga í sögu UFC aðfaranótt sunnudagsins þegar að hann var hengdur í fjórðu lotu á móti Khabib Nurmagomedov í Las Vegas.

Svona læknisbönn eru daglegt brauð í UFC en í heildina voru þrettán bardagakappar sem að börðust sama kvöld settir í tímabundið bann frá æfingum og keppni.

McGregor má ekki taka á því á æfingum fyrr en 28. október og hann má ekki berjast aftur fyrr en 6. nóvember. Það stendur þó ekkert til að hann berjist aftur svo snemma.

Enn á eftir að greiða almennilega úr látunum sem urðu eftir bardagann þegar að Khabib stökk út úr búrinu og réðst að félaga Conor og á sama tíma fóru vinir Khabib inn í búrið og réðust á Conor sjálfan.

Dagestaninn hefur beðist afsökunar en íþróttanefnd Nevadaríkis hélt eftir verðlaunafé hans fyrir bardagann á meðan Conor fékk sínar 57 milljónir dollara fyrir að tapa að honum loknum.

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu glóðaraugað sem Khabib gaf Conor

Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í aðalbardaga UFC 229 um helgina. Hann skartar vænlegu glóðarauga eftir bardagann á fyrstu myndinni sem sést hefur af kappanum eftir bardagann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×