Enski boltinn

Jöfnunarmark Martial kostaði milljónir punda

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martial skoraði loks fyrir Untied um helgina
Martial skoraði loks fyrir Untied um helgina vísir/getty
Jöfnunarmark Anthony Martial fyrir Manchester United gegn Newcastle á laugardaginn kostaði félagið 8,7 milljónir punda. Telegraph greindi frá.

Þegar Martial var seldur til United frá Mónakó árið 2015 var klásúla í samningnum sem sagði að þegar Martial næði 25 deildarmörkum fyrir Manchester United fengi Mónakó auka 10 milljónir evra, 8,7 milljónir punda, ofan á 36 milljón punda kaupverðið.

Jöfnunarmarkið, sem kom á 76. mínútu leiksins á Old Trafford, var 25. úrvalsdeildarmark Martial fyrir United.

Forráðamenn Mónakó hafa þó þurft að bíða ansi lengi eftir bónusgreiðslunni. Síðasta deildarmark Frakkans kom gegn Burnley í janúar.

Í samningnum voru tvær klásúlur til viðbótar, báðar upp á sömu upphæð. Ef Martial væri tilnefndur til Gullboltans Ballon d'Or eða næði 25 landsleikjum fyrir Frakka þyrfti United að borga út.

Þessar klásúlur falla hins vegar á tíma næsta vor. Martial hefur enn ekki verið tilnefndur til Gullboltans og er með 18 landsleiki fyrir Frakka. Hann hefur lítið fengið að spila fyrir landsliðið síðustu misseri og því ólíklegt að United þurfi að greiða Mónakó meira fyrir leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×