Enski boltinn

Alderweireld vildi ekkert tjá sig um nýjan samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alderweireld í baráttunni við Messi í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Alderweireld í baráttunni við Messi í Meistaradeildinni í síðustu viku. vísir/getty
Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað væri nýtt að frétta af samningamálum sínum en Belginn rennur út á samningi hjá Tottenham næsta sumar.

„Ég er gamli Toby aftur. Ég reyni að gera mitt besta og hjálpa liðinu. Hversu ánægður er ég á skalanum einum til tíu? Þegar þú átt dóttir þá er það tíu,” sagði Toby og bætti við:

„Það skiptir ekki máli hvað gerist. Ánægjan sem ég fæ út úr því reyni ég að gefa í fótboltann,” en hvernig er staðan á samingamálum Toby sem er að renna út á samningi hjá Tottenham:

„Ekkert sem ég get sagt frá. Ég er einbeittur á Spurs og reyni að hjálpa liðinu. Það er allt það sem ég get gert,” sagði Toby. Hann hefur verið afar mikið orðaður við United en hann hefur spilað vel með Tottenham það sem af er tímabili.

Alderwerield er nú með belgíska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Sviss og Hollandi í Þjóðadeildinni. Félagi hans í landsliðinu og Tottenham, Jan Vertonghen, er frá vegna meiðsla og Alderwerield segir það slæmt.

„Hann er eyðilagður að geta ekki spilað en hann mun reyna að koma til baka eins fljótt og auðið er. Þegar þú ert meiddur snýst þetta mikið um hugarfar. Hann mun komast í gegnum þetta og verða sterkari.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×