Handbolti

Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur verður ekki með í næstu tveimur leikjum.
Guðjón Valur verður ekki með í næstu tveimur leikjum. Vísir/EPA
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er ekki í hópnum sem að mætir Grikklandi og Tyrklandi í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2020 sem fer af stað í þar næstu viku. Ísland hefur undankeppnina á móti Grikklandi í Laugardalshöllinni 24. október og mætir svo Tyrkjum úti fjórum dögum síðar.

Guðjón Valur er búinn að vera fastamaður í íslenska landsliðinu í tæpa tvo áratugi en hann var ekki í fyrsta hópi Guðmundar í byrjun árs vegna persónulegra ástæðna. Hann kom svo aftur inn fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í sumar.

Bjarki Már Elísson, leikmaður Füchse Berlín, og Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður ungversku meistaranna í Pick Szeged, standa vaktina í vinstra horninu í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Guðjónsson kemur inn í hópinn til að veita Arnóri Þór Gunnarssyni samkeppni í hægra horninu.

Sex leikmenn úr Olís-deildinni eru í hópnum en það eru markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson, Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson sem báðir eru valdir sem leikstjórnendur og Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason sem er valinn sem varnarmaður. Daníel meiddist reyndar í leik á móti Akureyri fyrir tveimur vikum síðan. Við þá bætast svo línumennirnir Ýmir Örn Gíslason úr Val og Ágúst Birgisson úr FH.

mynd/hsí
Hópurinn á móti Grikklandi og Tyrklandi:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Skjern

Aron Rafn Eðvarðsson, Hamburg SV

Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín

Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick Szeged

Vinstri skyttur:

Aron Pálmarsson, Barcelona

Ólafur Guðmundsson, Kristianstad

Ólafur Gústafsson, KIF Kolding

Leikstjórnendur:

Elvar Örn Jónsson, Selfoss

Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel

Haukur Þrastarson, Selfoss

Hægri skyttur:

Ómar Ingi Magnússon, Álaborg

Rúnar Kárason, Ribe-Esbjerg

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer

Sigvaldi Guðjónsson, Elverum

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad

Ágúst Birgisson, FH

Ýmir Örn Gíslason, Valur

Varnarmaður:

Daníel Þór Ingason, Haukum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×