Viðskipti innlent

Högni til Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Högni Hallgrímsson.
Högni Hallgrímsson. Mynd/Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hann fari fyrir teymi sem veiti stórum og smáum verslunum alhliða þjónustu, svo sem við upplýsingakerfi, vélbúnað og vefverslanir.

„Högni er með Cand. Science gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur 18 ára reynslu af stjórnun og innleiðingu upplýsingakerfa. Hann starfaði áður hjá Össuri en lengst af hjá LS Retail þar sem hann vann í 15 ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.