Fótbolti

Bendtner ákærður fyrir líkamsáras á leigubílstjóra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bendtner gæti verið í vandræðum.
Bendtner gæti verið í vandræðum. vísir/getty
Nicklas Bendtner, framherji Rosenborg í Noregi, hefur verið ákærður fyrir líkamsáras en hann réðst á leigubílstjóra í Danmörku í síðasta mánuði.

Atvikið vakti mikla athygli í síðasta mánuði en Bendtner hefur ekki spila með Rosenborg síðan atburðarásin átti sér stað. Nú hefur verið ákært í málinu.

Bendtner er ekki bara ákærður í málinu heldur er leigubílstjórinn einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart Bendtner. Þetta staðfesti Mette Grith Stage, lögmaður ökumannsins.

Frá upphafi í málinu hefur Bendtner neitað sök en leigubílstjórinn kjálkabrotnaði i látunum. Rosenborg neitaði að tjá sig um málið er norska ríkissjónvarpið hafði samband við félagið.

Fyrr í vikunni sagði framkvæmdarstjóri Rosenborg, Tove Moye Dyrhaug, að félagið myndi ekki taka ákvörðun varðandi Bendtner fyrr en að lögreglan hafði komið að niðurstöðu í málinu.

Málið verður tekið fyrir í dómstólum Kaupmannahafnar 2. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×