Haukarnir rúlluðu yfir ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berta Rut Harðardóttir skoraði fjögur mörk í kvöld.
Berta Rut Harðardóttir skoraði fjögur mörk í kvöld. vísir/bára
Haukar gerðu sér lítið fyrir og skelltu ÍBV, 29-20, í Olís-deild kvenna í kvöld. Leikurinn átti að fara fram um helgina en var frestað vegna samgönguörðugleika.

Haukarnir byrjuðu af miklum krafti í kvöld en þær hafa byrjað tímabilð illa. Þær voru einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina á tímabilinu.

Þær voru frábærar í fyrri hálfeik. Varnarleikurinn frábær og sóknarleikur Eyjastúlkna ráðþrota. Tíu marka munur í hálfleik, 16-6, Haukunum í vil.

Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Munurinn varð að endingu níu mörk, 29-20, en varnarleikur Hauka var afar góður með Sögu Sif Gísladóttur í stuði í markinu.

Hekla Rún Ámundadóttir var markahæst hjá Haukum með sex mörk og Ramune Pekerskyte, Berta Rut Harðardótir og Maria Periera gerði fjögur hvor.

Hjá ÍBV var fátt um fína drætti. Ester Óskarsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir voru markahæstar með fimm mörk hvor.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira