Lífið samstarf

Spennandi valkostur úr finnskum höfrum

Core ehf kynnir
Vörurnar frá Yosa eru vegan. Þær innihalda ekki laktósa, soja eða hnetur og henta þeim sem mjólkuróþol eða ofnæmi.
Vörurnar frá Yosa eru vegan. Þær innihalda ekki laktósa, soja eða hnetur og henta þeim sem mjólkuróþol eða ofnæmi.
Arnar Freyr Ársælsson hellir súkkulaðihaframjólkinni frá Yosa út á grautinn á morgnana.

„Yosa vörurnar má nota í staðinn fyrir mjólkurvörur en þær eru unnar úr höfrum. Sjálfum finnst mér súkkulaðihaframjólkin svo góð að ég bæði drekk hana eintóma og helli henni út á hafragrautinn á morgnana,“ segir Arnar Freyr Ársælsson, markaðsstjóri Core, en Yosa er ný vörulína í flóru Core heildverslunar.

„Við sérhæfum okkur í heilsutengdum vörumerkjum og erum mjög spennt fyrir þessari viðbót. Engar mjólkurafurðir er í vörunum frá Yosa og þær innihalda því ekki laktósa, og ekki soja eða hnetur. Þær henta þeim sem aðhyllast vegan og þeim sem eru með mjólkuróþol eða ofnæmi.“ 



Trefjaríkt

„Yosa er finnsk framleiðsla og oft er talað um að í Skandinavíu séu bestu ræktunarskilyrðin fyrir hafra og hafrar ræktaðir í Finnlandi með þeim bestu sem hægt er að fá! Hafrar eru bráðhollir og innihalda meðal annars mikið af trefjum, sem við erum oft ekki að fá nógu mikið af. Trefjarnar hafa góð áhrif á meltinguna og þarmaflóruna. Þá eru hafrar afar próteinríkir, hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting og lækka kólesteról,“ segir Arnar.



Yosa hafralínan er komin í hillur verslana Hagkaups og Bónus. Til að byrja með samanstendur úrvalið af haframjólk, grískri jógúrt, matreiðslurjóma, jógúrt, creme fraiche og smurosti en fleiri tegundir munu bætast við að sögn Arnars. Þá sé tilvalið að nota Yosa vörurnar í matargerð og bakstur. 

Samfélagsábyrgð

„Yosa er rótgróið fyrirtæki en saga þess teygir sig aftur um tuttugu ár. Fyrirtækið er afar meðvitað um samfélagsábyrgð í öllu framleiðsluferlinu og umbúðirnar eru eins umhverfisvænar og hægt er,“ segir Arnar.



Sjá nánar á www.core.is

Þessi kynning er unnin í samstarfi við söluaðila Yosa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×