Sport

Sjáðu bardagann umtalaða milli Conor og Khabib í heild sinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Khabib hafði betur.
Khabib hafði betur. vísir/getty
Dagestaninn Khabib Nurmagodenov varði heimsmeistarabeltið sitt í léttvigt UFC aðfaranótt síðasta sunnudagskvöld þegar að hann valtaði yfir írska vélbyssukjaftinn og Íslandsvininn Conor McGregor í Las Vegas.

Khabib neyddi Conor til að gefast upp í fjórðu lotu en bardaginn markaði endurkomu Írans í búrið eftir tveggja ára fjarveru. Khabib hafði áður unnið beltið sem Conor þurfti að láta frá sér þegar að hann vann Al Iaquinta í New York í apríl á þessu ári.

Bardaginn er heldur betur umtalaður því eftir að honum lauk réðst Khabib að einum þjálfara Conors sem að hann vildi meina hefði sagt niðrandi hluti um sig og sína trú og á meðan að það gerðist réðust vinir Khabib inn í búrið og kýldu Conor í andlitið og í hnakkann.

Báðir bardagakappar voru í gærkvöldi úrskurðaðir í tíu daga keppnisbann á meðan íþróttaráð Nevada-ríkis fer betur yfir málin og rannsakar það sem gerðist.

Bardagann í heild sinni má sjá hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu glóðaraugað sem Khabib gaf Conor

Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í aðalbardaga UFC 229 um helgina. Hann skartar vænlegu glóðarauga eftir bardagann á fyrstu myndinni sem sést hefur af kappanum eftir bardagann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×