Lífið

Dodda Maggý hlaut Guðmunduverðlaunin

Andri Eysteinsson skrifar
Dodda Maggý hlaut verðlaunin úr höndum Erró við opnun sýningar hans í Listasafni Reykjavíkur í dag.
Dodda Maggý hlaut verðlaunin úr höndum Erró við opnun sýningar hans í Listasafni Reykjavíkur í dag. Mynd/Aðsend
Myndlistarkonan Dodda Maggý hlaut í dag styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn við opnun sýningar Erró, Svart og Hvítt, í Listasafni Reykjavíkur í dag.

Erró veitti viðurkenninguna en hann stofnaði Guðmunduverðlaunin og sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi.

Markmið sjóðsins er að styrkja listakonur og er framlag veitt til eflingar listsköpunar þeirra. Viðurkenning úr sjóðnum er ein sú hæsta sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi.

Dodda Maggý býr og starfar í Reykjavík og hefur vakið athygli víða um heim fyrir verk sín. Verk hennar hafa til dæmis verið sýnd í AROS safninu í Árósum, Scandinavia House í New York og í listasafni Yale háskóla. 

Dodda Maggý er útskrifuð með tvær BA gráður frá LHÍ, myndlist annars vegar og tónlist hins vegar. Þá er hún með gráðu frá Konunglega danska listaháskólanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×