Innlent

Hildur vildi fá óháðan aðila til að skoða braggamálið

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vildi fá óháðan utanaðkomandi aðila til þess að gera úttekt og skoða Braggamálið svokallaða. Hún sagði að þetta mál væri það stórt að það þyrfti að fá niðurstöðu í þetta fljótt og vel.

Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að málið eigi að fara í innri endurskoðun en Hildur benti á að nóg væri að gera hjá eftirlitinu. Hildur vill einnig að borgarstjóri stígi fram og axli ábyrgð á þessu.

Þær voru þó sammála um að peningunum hefði getað verið betur varið í önnur brýnni mál.

Leiga Háskólans í Reykjavík á bragganum átti að borga bygginguna upp á 40 árum miðað við fyrstu áætlanir.

Heiða og Hildur voru gestir í Sprengisandi í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×