Erlent

Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace

Andri Eysteinsson skrifar
Íbúar Riace gengu til stuðnings Lucano eftir að hann var fangelsaður.
Íbúar Riace gengu til stuðnings Lucano eftir að hann var fangelsaður. EPA/Marco Costantino
Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. Riace hefur tekið við hlutfallslega miklum fjölda flóttamanna og hafa þeir að sögn Guardian endurlífgað bæjarlífið.

500 af um 2500 íbúum Riace eru flóttamenn.

Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, úr Lega Nord flokknum fyrirskipaði brottflutninginn. Salvini útskýrði ákvörðunina á Twitter

Í færslunni sagði Salvini að ekki væri hægt að þola óþarfa eyðslu úr ríkissjóði þó eytt sé í flóttamenn. Ákvörðun Salvini kemur í kjölfarið á stofufangelsi bæjarstjóra Riace, Domenico Lucano og stöðvar „Sprar“ kerfið fyrir flóttafólk sem hefur verið við lýði síðan á síðustu öld.

Lucano og Mario Oliverio forseti Kalabríuhéraðs hafa báðir gagnrýnt Salvini og ákvörðun hans um að stöðva verkefnið sem hefur í gegnum tíðina vakið athygli út fyrir landsteinana. Salvini og núverandi ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að minnka fjárframlög og hefta aðgengi flóttamanna á Ítalíu.

Salvini beindi athygli sinni í sumar að Lucano og verkefninu í Riace og fagnaði fregnum af handtöku bæjarstjórans. Bæjarstjórinn var handtekinn fyrir að hvetja ólöglega innflytjendur til dáða. Hann var meðal annars sakaður um að hafa skipulagt fjölda brúðkaupa til þess að tryggja flóttamönnum ítalskan ríkisborgararétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×