Lífið

Stærðarinnar snákur féll úr loftinu í banka í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Um verndaða snákategund er að ræða og var hann um fimm kíló að þyngd.
Um verndaða snákategund er að ræða og var hann um fimm kíló að þyngd.
Starfsfólk banka í Nanning í Kína brá heldur í brún þegar stærðarinnar snákur datt úr loftinu á miðjum starfsmannafundi á föstudaginn. Þau voru komin saman áður en bankinn opnaði til að ræða daginn þegar snákurinn datt úr loftinu og lenti á konu.

Í fyrstu virtist sem að hvorki fólkið né snákurinn áttaði sig á því hvað var að gerast. Fólkið var þó ekki lengi að sjá hvað hefði lent meðal þeirra og hljóp á brott. Snákurinn leitaði sér skjóls á bakvið sófa.

Um verndaða snákategund er að ræða, samkvæmt ChinaNews, og var hann um fimm kíló að þyngd. Starfsmenn borgarinnar komu starfsfólki bankans til bjargar og fjarlægðu snákinn.

Atvikið náðist á öryggismyndavélar og hefur myndbandið notið mikillar athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×