Lífið

Kjálkabraut mögulega mann í Burrito-búningi

Samúel Karl Ólason skrifar
Wilder sagðist biðjast afsökunar, ef rétt reyndist að maðurinn hefði kjálkabrotnað, og bauð honum á bardaga hans of Fury sem fer fram í Los Angeles þann 1. desember.
Wilder sagðist biðjast afsökunar, ef rétt reyndist að maðurinn hefði kjálkabrotnað, og bauð honum á bardaga hans of Fury sem fer fram í Los Angeles þann 1. desember.
Bandaríski bardagakappinn Deontay Wilder hefur beðist afsökunar á því að hafa mögulega slasað mann í Burrito-búningi þegar hann sló hann í jörðina í sjónvarpsþætti Nacion ESPN í Bandaríkjunum. Wilder var þar til að kynna bardaga sinn við Tyson Fury.

Því hefur verið haldið fram að maðurinn sem var í búningnum og tók þátt í atvikinu hafi kjálkabrotnað og sömuleiðis að Wilder hafi ekki vitað að það væri raunverulegur maður í búningnum.

Wilder birti hins vegar færslu á Instagram þar sem hann sagði ekki rétt að hann hafi ekki vitað af manninum í vefjunni. Sá tók þátt í atvikinu og kallaði Wilder hann hugrakkan. Wilder sagðist biðjast afsökunar, ef rétt reyndist að maðurinn hefði kjálkabrotnað, og bauð honum á bardaga hans of Fury sem fer fram í Los Angeles þann 1. desember.

Atvikið og færslu Wilder má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×