Fótbolti

Gíbraltar vann sinn fyrsta leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leiknum
Úr leiknum EPA/VAHRAM BAGHDASARYAN
Landslið Gíbraltar vann fyrsta keppnisleik sinn í sögu knattspyrnusambandsins um helgina þegar það vann óvæntan 1-0 sigur á Armeníu í Jerevan.

Knattspyrnusamband Gíbraltar var samþykkt af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, árið 2013 og lék landslið Gíbraltar fyrsta landsleik sinn ári síðar.

Fyrstu undankeppnir Gíbraltar hafa reynst liðinu erfiðar. Í tuttugu leikjum skoraði Gíbraltar aðeins fimm mörk en fékk á sig 103.

Alls var Gíbraltar búið að leika 22 keppnisleiki án sigurs þar til um helgina. Joseph Chipolina skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum.

Dagurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig fyrir lið Gíbraltar. Mistök ollu því að þjóðsöngur Liechtenstein var spilaður í aðdraganda leiksins en ekki þjóðsöngur Gíbraltar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×