Erlent

Áfall fyrir Merkel í sögulegum kosningum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Getty/Florian Gaertner
Sögulegar kosningar fóru fram í Bæjaralandi, einu öflugasta sambandsríki Þýskalands í gær þegar CSU, systurflokkur Kristilegra Demókrata, beið afhroð. Kristilegir demókratar er flokkur kanslarans Angelu Merkel og er þetta sagt mikið áfall fyrir hana.

CSU er reyndar ennþá stærsti flokkurinn á þinginu í Bæjaralandi en hann fékk þó aðeins tæp 38 prósent atkvæða. Flokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta á sambandsþinginu nær óslitið frá stríðslokum og flokkurinn hefur ekki hlotið minna en 40 prósenta stuðning síðan árið 1954.

Forsætisráðherra Bæjaralands og leiðtogi CSU talaði í gærkvöldi um erfiðan dag í sögu flokksins, en staðhæfði þó að hann hefði ótvírætt umboð til stjórnarmyndunar.

Græningjar sóttu mest á í kosningum og nær tvöfölduðu fylgi sitt en Sósíaldemókratar, sem sögulega hafa verið næststærsti flokkurinn biðu afhroð og misstu helming fylgis síns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×