Handbolti

Seinni bylgjan: Sóknarleikurinn á Íslandi á pari við atvinnumannabolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Selfoss er einu skrefi frá því að komast í riðlakeppni EHF-bikarsins eftir frábæran sigur á toppliði slóvensku deildarinnar, Ribnica, um nýliðna helgi.

Mörg frábær lið eru í pottinum í næstu umferð. Lið eins og Kiel og Füchse Berlin. Einnig eru í pottinum lið sem Selfoss gæti hæglega klárað.

„Ég væri til í að sjá eitthvað þýskt lið koma hingað heim,“ segir Logi Geirsson.

„Þarna eru líka lið frá Ísrael og Búlgaríu. Þeir eru alveg í séns. Þetta eru lakari lið en þeir voru að vinna núna,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson.

„Ég er mjög stoltur af þessum íslensku liðum í Evrópukeppninni. Það er frábært. Sóknarleikurinn okkar er á pari við atvinnumannabolta en ekki varnarleikur og markvarsla. Það eru skrefin sem vantar,“ bætir Logi við.

FH var einu marki frá því að komast í riðlakeppnina síðasta vetur. Sjá má umræðu um Selfoss og Evrópukeppnina hér að neðan.



 

Tengdar fréttir

Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss

„Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×