Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið skoðar kaup á Póstmiðstöðinni

Andri Eysteinsson skrifar
Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins.
Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins. vísir/gva
Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar kaup Árvakurs hf, og 365 miðla á Póstmiðstöðinni ehf., með samrunanum hyggjast aðilar sameina dreifikerfi sín fyrir dagblöð, tímarit og fjölpóst undir fyrirtækinu Póstmiðstöðinni sem þeir hyggjast reka sem dótturfélag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins og Torg ehf., dótturfélag 365 miðla, er útgáfufélag Fréttablaðsins. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 

Að sögn Samkeppniseftirlitsins hafa samrunaaðilar lýst sig reiðubúna til þess að tryggja aðgang þriðju aðila að dreifikerfi Póstmiðstöðvarinnar. Samkeppniseftirlitið í ljósi þessa eftir sjónarmiðum allra aðila sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, viðskiptavina, keppinauta og annarra sem eiga viðskipti á þessu sviði. Samkeppniseftirlitið veitir því aðgang að gögnum sem málinu tengjast á vef sínum.

Greint var frá kaupunum í sumar, í frétt Vísis um málið segir að með kaupunum leitist félögin við að styrkja stöðu sína við „erfiðar markaðsaðstæður“ og var kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Seljendur voru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson framkvæmdastjóri Póstdreifingar sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×