Innlent

Veita milljónir í sérnámsstöður heilsugæslunnar

Sveinn Arnarsson skrifar
Aðgerðirnar voru kynntar í gær.
Aðgerðirnar voru kynntar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Fjölgað verður um fimm sérnámsstöður í heimilislækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær ákvörðun um að veita 57 milljónir króna til þessa verkefnis.

Hafði Heilsugæslan leitað til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjármagn í þessu skyni. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að nú séu 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum en fjölgað var um þrettán námsstöður í sumar.

Í tilkynningunni kemur fram að þörf fyrir fjölgun sérnámsstaða í heimilislækningum sé tvíþætt. Annars vegar til þess að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar. Hins vegar sé meðalaldur starfandi heimilislækna fremur hár og stór hópur þeirra muni fara á eftirlaun á komandi árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×