Handbolti

Ljónin í undanúrslit eftir framlengdan Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander reyndist mikilvægur í kvöld.
Alexander reyndist mikilvægur í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen eru komnir í undanúrslit þýska bikarsins eftir sigur á Bergrischer í framlengdum leik í kvöld, 32-29.

Leikið var í Bergrischer en staðan eftir venjulegan leiktíma var 24-24 en Alexander Petersson jafnaði fyrir Ljónin tuttugu sekúndum fyrir leikslok.

Í framlengingunni voru Löwen sterkari. Þeir breyttu stöðunni úr 27-26 í 30-27 og unnu að lokum þriggja marka sigur, 32-29.

Arnór Þór Gunnarsson átti enn einn góða leikinn fyrir Bergrischer en hann skoraði sex mörk fyrir heimaliðið, þar af þrjú af vítalínunni.

Guðjón Valur Sigurðsson var ónotaður í kvöld en Alexander Petersson skorað þrjú mörk fyrir Löwen. Þar af eitt afar mikilvægt rétt fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×