Sport

Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg fagnar sigrinum.
Guðbjörg fagnar sigrinum. vísir/skjáskot
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu.

Í síðari umferðinni í 200 metra hlaupinu kom Guðbjörg í mark á 23,47 sekúndum. Samanlagður árangur í báðum umferðunum gildir og stóð Guðbjörg uppi sem Ólympíumeistari.

Í fyrri umferðinni setti Guðbjörg Íslandsmet er hún hljóp á 23,55 sekúndum en meðvindur í hlaupinu var 1,9 metri á sekúndu.

Hún bætti sitt eigið Íslandsmet og því magnaður árangur hjá þessari sautján ára gömlu stúlku í Argentínu sem á heldur betur framtíðina fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×