Erlent

Ekki nóg að maturinn sé góður á bragðið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Pasta, þó ekki frá Pastagram.
Pasta, þó ekki frá Pastagram. VísirGetty

Það er ekki nóg til þess að reka veitingastað að maturinn sé bragðgóður í harðnandi heimi veitingageirans í Bandaríkjunum.

Maturinn og veitingastaðurinn sjálfur þurfa einnig að vera Insta­gram-vænir, það er að viðskiptavinir vilji taka myndir og hlaða inn á samfélagsmiðilinn Instagram. Þetta sagði bandaríski fréttavefurinn Vox í gær um nýja veitingastaðinn Pasta­gram í New York.

„Við sáum til þess að hvert einasta smáatriði inni á staðnum myndaðist vel og reynum að þjóna sérstaklega viðskiptavinum sem nú virðast leggja jafnmikla áherslu á útlit staðarins og gæði matarins,“ sagði í fréttatilkynningu frá Pastagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.