Sport

Telur liðið eiga góða möguleika á verðlaunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar
Liðið æfði á áhöldunum þremur í dag
Liðið æfði á áhöldunum þremur í dag mynd/kristinn arason
mynd/kristinn arason
Blandað lið fullorðinna hefur leik á Evrópumótinu í hópfimleikum á morgun. Liðið æfði í keppnishöllinni í dag og telur fyrirliði liðsins það getað endað á palli þegar upp er staðið.

Alexander Sigurðsson, fyrirliði liðsins, var sáttur að æfingu lokinni í morgun.

„Þetta er algjör léttir eiginlega. Maður er búinn að bíða eftir þessari æfingu mjög lengi og svo gekk þetta bara frábærlega, svo ég er mjög spenntur fyrir morgundeginum.“

Undanúrslit blandaðra liða eru um miðjan dag á morgun, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Þar keppa 11 lið um sex laus sæti í úrslitunum.

Alexander var bjartsýnn fyrir hönd liðsins og sagði möguleika þess góða.

„Ef við gerum okkar allra besta, lendum allt og stöndum okkur vel, þá held ég við eigum bara góða möguleika á að lenda á palli.“

Tanja Birgisdóttir, stökkþjálfari liðsins, sagði æfinguna hafa gengið vel og eftir áætlun. Hún sagði þjálfarana lítið hafa getað skoðað andstæðinginn en taldi liðið eiga góða möguleika á morgun.

„Við erum bara að fara að gera okkar og sjá hvert það kemur okkur.“

Vísir verður með beina textalýsingu af undankeppninni, sem hefst eins og áður segir klukkan 14:00 að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×