Lífið

Braut allar siðareglur og strauk Harry Bretaprins um hár og skegg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Luke Vincent sést hér strjúka skegg Harry Bretaprins af mikilli alúð. Hertogaynjan Meghan markle horfir á, og virðist skemmt.
Luke Vincent sést hér strjúka skegg Harry Bretaprins af mikilli alúð. Hertogaynjan Meghan markle horfir á, og virðist skemmt. Getty/Phil Noble

Fundur hertogahjónanna af Sussex og fimm ára ástralsks drengs hefur brætt hjörtu heimsbyggðarinnar. Drengurinn heillaðist af skeggi Harry Bretaprins og strauk honum í bak og fyrir er þeir hittust á ferðalagi hertogahjónanna um Eyjaálfu.



Myndband af atvikinu, sem sjá má neðst í fréttinni, hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Harry Bretaprins og Meghan Markle heimsóttu barnaskóla í borginni Dubbo í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu og hittu þar hinn fimm ára Luke Vincent í hópi nemenda við skólann.



Ljóst er að Luke hafði ekki áhyggjur af siðareglum bresku konungsfjölskyldunnar er hann faðmaði Harry þétt að sér og strauk honum um bæði hár og skegg af mikilli alúð. Á vef BBC kemur fram að skeggáhuga Lukes megi rekja til ástar hans á jólasveininum, sem er skeggprúður líkt og prinsinn.



Þá fékk Meghan, sem nýlega tilkynnti um að hún bæri fyrsta barn þeirra hjóna undir belti, einnig faðmlag frá Luke, þó að sá síðarnefndi hafi verið ívið hrifnari af eiginmanni hennar.


Tengdar fréttir

Hertogaynjurnar fylgdust með Wimbledon

Svilkonurnar Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge og Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, fylgdust saman með úrslitaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×