Fótbolti

Bolt ætlar ekki að fara til Möltu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolt í leik með Mariners.
Bolt í leik með Mariners. vísir/Getty
Meistaraliðið á Möltu, Valletta FC, bauð Usain Bolt tveggja ára samning á dögunum. Eftir að hafa skoðað málið aðeins hefur Bolt ákveðið að hafna tilboðinu.

„Það er mikill áhugi hjá knattspyrnufélögum að fá Bolt til sín. Við höfum fengið svipuð tilboð áður en ég get staðfest að næsta skref verður ekki að spila fótbolta á Möltu,“ sagði umboðsmaður Bolt.

Maltneska félagið tók höfnuninni ekkert illa og heldur dyrunum opnum.

„Við óskum Usain Bolt alls hins besta í fótboltanum. Tilboðið frá okkur verður alltaf á borðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Bolt hefur síðustu vikur verið að æfa og spila með CC Mariners í Ástralíu og eftir að hafa skorað tvö mörk í síðasta leik er hann bjartsýnn á að fá samning hjá félaginu.


Tengdar fréttir

Usain Bolt „á langt í land“

Usain Bolt skoraði fyrstu mörkin sín fyrir atvinnumannalið í fótbolta á dögunum. Varnarmenn andstæðingsins höfðu þó litlar áhyggjur af Ólympíumeistaranum.

Ástralir vilja fá Bolt í lyfjapróf

Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, er að reyna að komast að sem atvinnumaður í knattspyrnu og þó svo hann sé ekki enn kominn með samning er lyfjaeftirlitið byrjað að elta hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×