Innlent

Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík

Höskuldur Kári Schram skrifar
Landgönguliðar við Keflavíkurflugvöll í dag.
Landgönguliðar við Keflavíkurflugvöll í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið.

Um eitt hundrað landgönguliðar tóku þátt í æfingunni en þeir voru fluttir með þyrlum frá flugmóðurskipinu Iwo Jima sem var á siglingu suður af Reykjanesi.

Misca T. Geter ofursti í Bandaríkjaher segir að markmiðið sé að æfa flutning hersveita og einnig til að kynnast íslenskum aðstæðum.

Landgönguliðarnir munu æfa í Þjórsárdal í lok þessarar viku en æfingin hér á landi er hluti af stærri æfingu sem að mestu mun fara fram í Noregi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×