Fótbolti

Neymar með munnlegt samkomulag um að fara frá PSG

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Neymar er á förum segja blöðin.
Neymar er á förum segja blöðin. Vísir/Getty
Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar yfirgefur Paris Saint-Germain eftir yfirstandandi leiktíð samkvæmt spænska íþróttamiðlinum Cadena Ser.

Neymar er búinn að gera munnlegt samkomulag við Nasser Al-Khelfari, forseta Parísarliðsins, um að hann fari frá PSG í lok tímabils.

Real Madrid er talið líklegast sem næsti áfangastaður en Barcelona vill líka ólmt frá Brassann aftur. Neymar varð Evrópumeistari með Barcelona fyrir þremur árum síðan.

Neymar fær augljóslega ekki að fara frítt og er talið að PSG vilji fá 220 milljónir evra fyrir hann næsta sumar en ef að hann tekur eitt ár til viðbótar lækkar verðið niður í 200 milljónir evra.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, er sagður vera búinn að ræða við helstu leikmenn liðsins og spyrja þá hvort að þeir séu opnir fyrir því að fá Neymar aftur en hann fór ekki beint í góðu.

Samkvæmt íþróttablaðinu El Mundo Deportivo er forsetinn bjartsýnn á að gera tilboð í Neymar næsta sumar og að leikmennirnir séu tilbúnir að spila aftur við hlið Brasilíumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×