Fótbolti

Landslið Jamaíka þakkar dóttur Bob Marley fyrir að hafa komist á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stelpurnar í landsliði Jamaíka fagna HM-sætinu.
Stelpurnar í landsliði Jamaíka fagna HM-sætinu. vísir/getty
Jamaíka varð í gær fyrsta þjóðin úr karabíska hafinu til þess að komast á HM kvenna í knattspyrnu. Jamaíka hafði þá betur gegn Panama eftir vítaspyrnukeppni.

Árið 2010 var kvennalandslið þjóðarinnar lagt af vegna fjárskorts. Fjórum árum síðar kom Cedella Marley að málum og með stuðningi Bob Marley-sjóðsins var hægt að byrja aftur með kvennalandslið.

Endurkoman var svo fullkomnuð í gær er liðið náði þessum sögulega árangri. „Risaþakkir á Cedella Marley fyrir að leggja allt undir fyrir liðið,“ sagði þjálfari liðsins, Hue Menzie.

Cedella er annars ýmislegt til lista lagt en hún hannaði til að mynda búningana á frjálsíþróttalið Jamaíka fyrir ÓL í London árið 2012.

Cedella ásamt syni sínum, Skip.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×