Sport

Nú segist Mayweather vilja berjast við bæði Khabib og Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather og Conor í hringnum.
Mayweather og Conor í hringnum. vísir/getty
Floyd Mayweather er ekkert að hata fjölmiðlaathyglina eftir að UFC-kappinn Khabib Nurmagomedov skoraði hann á hólm í hnefaleikabardaga. Hann lætur í sér heyra nær daglega núna.

Mayweather sagðist vera meira en klár í það. Hvorki hann né Khabib hafa tapað bardaga. Boxarinn virðist vilja berjast við Khabib og taka svo annan bardaga við Conor.

„McGregor var að rífa kjaft þannig að því máli er ekkert lokið. Þegar ég er búinn með Khabib þá mun ég berjast aftur við McGregor,“ sagði Mayweather.

Það er nóg að gera hjá Mayweather þó svo hann hafi lagt hanskana á hilluna. Hann stefnir nefnilega líka á að berjast aftur við Manny Pacquaio en hvenær er óvíst.

MMA

Tengdar fréttir

Khabib vill berjast við Mayweather

Það er nóg að gera hjá Khabib Nurmagomedov þessa dagana eftir bardagann sögulega við Conor McGregor síðustu helgi. Í gær bárust fréttir af því að 50 Cent vildi fá hann til að berjast fyrir sig og nú hefur Rússinn skorað á hnefaleikakappann Floyd Mayweather.

Mayweather: Náið í ávísanaheftið

Khabib Nurmagomedov vill fylgja í fótspor Conor McGregor og boxa við Floyd Mayweather. Hnefaleikakappinn virðist vera spenntur fyrir því að mæta Rússanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×