Lífið

Suður-ameríski draumurinn: Þurftu að taka þátt í hættulegu nautahlaupi

Samúel Karl Ólason skrifar
Það er óhætt að segja að upplifunin hafi reynst strákunum erfið og ekki hjálpaði til að Sveppi gerði í því að hrella Pétur.
Það er óhætt að segja að upplifunin hafi reynst strákunum erfið og ekki hjálpaði til að Sveppi gerði í því að hrella Pétur.
Þeir Sveppi og Pétur Jóhann fengu vægast sagt krefjandi áskorun í Kostaríka við upptökur á Suður-ameríska draumnum. Þeir þurftu að taka þátt í nautahlaupi og vera í tíu mínútur inn í hringnum, þar sem fólk slasast reglulega. Áður en strákarnir fóru inn í hringinn sýndu heimamenn þeim ör sem þeir höfðu fengið í nautahlaupinu.

Pétri leist ekkert á blikuna og velti vöngum yfir því hvort hann gæti ekki frekar látið vaxa á sér afturendann. Hann orðaði það þó ekki svo pent.

Það er óhætt að segja að upplifunin hafi reynst strákunum erfið og ekki hjálpaði til að Sveppi gerði í því að hrella Pétur. Til dæmis með því að láta hann halda að nautið væri fyrir aftan hann.

Að endanum fékk Sveppi rauða fánann og þurfti að ergja nautið sjálfur.

Atriðið má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×