Enski boltinn

Þjálfari Dana biður Huddersfield afsökunar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Age hefur þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum.
Age hefur þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. vísir/getty
Age Hareide, þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, hefur beðið David Wagner, stjóra Huddersfield, afsökunar á ummælum sínum um Mathias Jörgensen, varnarmann Huddersfield.

Í landsleikjahléinu sagði Age að Mathias, betur þekktur sem Zanka, gæti spilað fyrir stærra úrvalsdeildarfélag en Huddersfield og við það var Wagner ekki sáttur.

„Ég var ósáttur og dálítið ósáttur þegar ég las þessa ummæli ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Wagner í samtali við fjölmiðla.

„Við vitum að þetta var ekki rétti tímapunkturinn en hann hefur hringt í Olaf (yfirmaður knattspyrnumála hjá Huddersfield) og einnig hringt í mig og beðist afsökunar.“

„Hann veit að þetta er ekki í hans verkahring alveg eins og það er ekki hluti af mínu starfi að greina hversu góð fótboltaþjóð Danmörk er í samanburði við allar hinar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×