Enski boltinn

Defoe fékk sér húðflúr með nafni Bradley Lowery

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fallegt stund.
Fallegt stund. vísir/getty
Jermain Defoe, framherji Bournemouth og fyrrum landsliðsmaður Englands, hefur ákveðið að minnast Bradley Lowery með að fá sér húðflúr í minningu Lowery.

Lowery lést fyrr á þessu ári, einungis sex ára gamall, vegna krabbameins en samband hans og Defoe var einstakt. Defoe heimsótti Lowery reglulega á spítalann og þeir tengdust vel.

Í einum landsleik sem Defoe spilaði fyrir England fékk Lowery að leiða Defoe inn á völlinn og nú hefur Defoe ákveðið að fá sér húðflúr með nafni Lowery á handlegg sinn.

„Ég hef verið að hugsa um þetta í smá tíma af augljóslegum ástæðum. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Defoe.

„Ég er einnig með mynd af frænku minni á arminum og hún hafði einnig mikla þýðingu fyrir mig. Þetta er fallegt.“

„Ég mun bæta stjörnum og skýjum við þetta. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Defoe að lokum. Afar fallegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×