Körfubolti

LeBron tapaði fyrsta leiknum eins og venjulega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fyrsta karfan. Hér má sjá LeBron troða fyrir Lakers en það voru fyrstu stigin hans í búningi félagsins.
Fyrsta karfan. Hér má sjá LeBron troða fyrir Lakers en það voru fyrstu stigin hans í búningi félagsins. vísir/getty
LeBron James spilaði sinn fyrsta leik fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í nótt en varð að sætta sig við tap gegn Portland.

Það er áhugavert að LeBron hefur aldrei unnið fyrsta leik með nýju félagi í deildinni. Sjálfur spilaði hann mjög vel í nótt en það dugði ekki til. Portland of sterkt.

Fyrsta karfa James fyrir Lakers kom eftir tæpar þrjár mínútur af leiknum. Þá stal hann boltanum, rauk upp völlinn og tróð í körfuna.





Lakers leiddi framan af þó svo liðið hafi klúðrað fyrstu 15 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Síðan komu gæði Portland í ljós og liðið einfaldlega númeri of stórt fyrir Lakers að þessu sinni.

James endaði með 26 stig í leiknum en hann hitti úr 9 af 16 skotum sínum. Hann tók líka 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Úrslit:

Philadelphia-Chicago  127-108

Washington-Miami  112-113

Portland-LA Lakers  128-119

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×