Lífið

Tom Holland sýndi nýjan búning Spider-Man

Samúel Karl Ólason skrifar
Guillermo, Kimmel og Holland/Spider-Man.
Guillermo, Kimmel og Holland/Spider-Man.
Leikarinn Tom Holland mætti „óvænt“ í þátt Jimmy Kimmel sem er nú að taka upp í New York. Það væri í sjálfu sér ekkert merkilegt, ef Holland hefði ekki verið í nýjum búning ofurhetjunnar vinsælu, Spider-Man.

Holland hljóp inn á sviðið á eftir Guillermo, aðstoðarmanni Kimmel, sem hafði stolið grímu hans.

Tæknilega séð ætti Holland ekki að vera að leika Spider-Man þar sem hann dó í endanum á Infinity War. Kimmel spurði Holland út í það sem kom sér undan spurningunni með því að halda því fram að Thanos væri að ræna banka og hljóp á brott.

Nýi búningurinn er þó fyrir myndina Spider-Man: Homecoming, sem til stendur að frumsýna á næsta ári. Eftir að seinni hluti Infinity War verður sýndur. Þar ættum við að fá útskýringu á því að Spider-Man sé enn á kreiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×