Icardi hetjan í uppbótartíma í Mílanóslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Icardi í baráttunni í kvöld.
Icardi í baráttunni í kvöld. Vísir/Getty
Mauro Icardi reyndist hetjan er Inter hafði betur gegn AC Milan í Mílanóslagnum á San Siro í kvöld en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Leikið var á San Siro en þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann og átt fleiri skot að marki AC Milan reyndist Inter erfitt að skora.

Það var svo í uppbótartíma er sigurmarkið kom. Frábær fyrirgjöf frá Matias Vecino rataði beint á kollinn á Icardi sem brást ekki bogalistinn. Rosaleg dramatík.

Inter er því í þriðja sæti deildarinnar með nítján stig en Milan er með tólf stig í tólfta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira