Lífið

Besti vinur Villa handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Richter hefur ekki notið mikillar hylli í leiklistinni á undanförnum árum en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið Jesse í myndunum um háhyrninginn Villa, sem var leikinn af „Íslendingnum“ Keikó.
Richter hefur ekki notið mikillar hylli í leiklistinni á undanförnum árum en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið Jesse í myndunum um háhyrninginn Villa, sem var leikinn af „Íslendingnum“ Keikó. Getty/Joe Kohen
Leikarinn Jason James Richter var handtekinn í vikunni eftir að kærasta hans sakaði hann um heimilisofbeldi. Richter hefur ekki notið mikillar hylli í leiklistinni á undanförnum árum en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið Jesse í myndunum um háhyrninginn Villa, sem var leikinn af „Íslendingnum“ Keikó.

Samkvæmt TMZ var Richter handtekinn á mánudaginn fyrir minniháttar heimilisofbeldi og gisti hann fangaklefa í tvær nætur þar til honum var sleppt gegn tryggingu.



Richter og kærasta ans munu hafa rifist á mánudagskvöldið og segja heimildarmenn TMZ að hann hafi sakað hana um framhjáhald. Hann hafi farið og komið aftur skömmu seinna. Hún sagði lögregluþjónum að hún hefði læst sig inn í svefnherbergi en hann hafi brotið hurðina niður og dregið hana fram í stofu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×