Erlent

Ákærð fyrir að reyna hafa áhrif á þingkosningar í Bandaríkjunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál.
Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál. Vísir/Getty
Bandarísk yfirvöld hafa ákært rússneskan ríkisborgara fyrir að standa í ráðabruggi gegn Bandaríkjunum. Er hann sagður hafa fjármagnað áætlun um að beita upplýsingahernaði til að hafa áhrif á kosningar til þings í Bandaríkjunum sem fara fram í næsta mánuði.

Um er að ræða hina fjörutíu og fjögurra gömlu Elenu Alekseevna Khuyaynova sem var yfirbókari verkefnisins Lakhta. Verkefnið hófst árið 2014 og er fjármagnað af rússneskum ólígarka sem er sagður standa forseta Rússlands, Vladimir Putin, nærri.

Greint er frá þessu á vef Reuters en olígarkinn er sagður Evgeny Viktorovich Prigozhin en hann hefur áður komið við sögu í rannsókn bandarískra yfirvalda á hlut Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 þar sem Donald Trump hafði betur gegn Hillary Clinton.

Bandarísk yfirvöld höfðu áður varað við því að aðilar í Rússlandi, Kína og Íran hefðu í hyggju að hafa áhrif á kosningar til þings í nóvember.

Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál. 

Greint er frá því að notast hafi verið við Twitter og Facebook-reikninga til að ýmist gagnrýna Repúblikana og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump og því haldið að hann ætti að fá friðarverðlaun Nóbels fyrir viðræður sínar við Kim Jon Un, leiðtoga Norður Kóreu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×