Erlent

Náðu nýjum frí­verslunar­samningi í stað NAFTA

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en ríkin eiga aðild að samningnum auk Mexíkó.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en ríkin eiga aðild að samningnum auk Mexíkó. vísir/epa
Bandaríkin og Kanada, ásamt Mexíkó, náðu í nótt nýjum fríverslunarsamningi sem kemur í staðinn fyrir NAFTA-samkomulagið sem um áraraðir hefur verið fríverslunarsamningur Norður-Ameríkuríkjanna.

Bandaríkin og Mexíkó höfðu fyrir nokkru náð samkomulagi sín á milli en Kanadamenn höfðu fram til miðnættis að þeirra tíma til að semja, ella yrðu þeir ekki með. Það tókst og hefur gengi kanadadollars styrkst frá því fréttirnar bárust.

Lítið hefur verið gefið uppi um efni samningsins en þó virðist sem bandarískir mjólkurbændur fái aukinn aðgang að kanadískum mörkuðum auk þess sem innflutningur kanadamanna á bílum til Bandaríkjanna verður gerður tollfrjáls, en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur gagnrýnt NAFTA, hafði sett 25 prósenta toll á bílainnflutning frá Kanada.

Tollar á ál og stál verða þó enn í gildi, eftir því sem heimildir breska ríkisútvarpsins herma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×