Sport

Enn álög á Cleveland | Patriots reif sig í gang

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Myles Garrett, varnarmaður Browns, er hér bugaður eftir leik.
Myles Garrett, varnarmaður Browns, er hér bugaður eftir leik. vísir/getty
Cleveland Browns vann sinn fyrsta leik í langan tíma fyrir viku síðan og liðið spilaði frábærlega í gær. Það dugði þó ekki til því liðið tapaði framlengingu gegn Oakland, 45-42.

Að skora 42 stig en vinna ekki er auðvitað ótrúlegt út af fyrir sig. Umdeildir dómar hjálpuðu Oakland að koma til baka og tryggja sér framlengingu. Það virðast enn vera álög á þessi Cleveland-liði sem var að spila sinn annan framlengda leik í vetur á fjórum vikum.





Þetta var aftur á móti fyrsti sigur þjálfara Oakland, Jon Gruden, í deildinni í tæp tíu ár. Hann var afar sætur og nauðsynlegur enda pressa á honum eftir slaka byrjun.

New England Patriots var búið að tapa tveimur leikjum í röð og fékk sjóðheitt lið Miami í heimsókn. Það var aldrei að fara að gerast að Patriots tapaði þremur leikjum í röð enda völtuðu Þjóðernissinnarnir yfir Höfrungana.





Mitch Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, setti félagsmet er hann kastaði boltanum sex sinnum fyrir snertimarki í gær. Fimm þeirra komu í fyrri hálfleik. Allt annar bragur á liði Bears í vetur.

Úrslit:

Pittsburgh-Baltimore  14-26

New England-Miami  38-7

Tennessee-Philadelphia  26-23

Atlanta-Cincinnati  36-37

Chicago-Tampa Bay  48-10

Dallas-Detroit  26-24

Green Bay-Buffalo  22-0

Indianapolis-Houston  34-37

Jacksonville-NY Jets  31-12

Arizona-Seattle  17-20

Oakland-Cleveland  45-42

LA Chargers-San Francisco  29-27

NY Giants-New Orleans  18-33

Í nótt:

Denver - Kansas City

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×