Íslenski boltinn

Atli Viðar leggur skóna á hilluna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björnsson. Vísir/Stefán
Atli Viðar Björnsson hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á Instagram í dag.

„Rúmum 32 árum eftir fyrsta fótboltamótið, 22 árum eftir fyrsta meistaraflokksleikinn með Dalvík og eftir 18 ár hjá FH er sk´rytið að vera allt í einu orðinn „fyrrverandi“ fótboltamaður,“ skrifaði Atli á Instagram.

Atli á 398 meistaraflokksleiki að baki og skoraði í þeim 168 mörk. Flestir þessara leikja komu fyrir FH en Atli spilaði einnig með Fjölni og Dalvík. Þá á hann 4 A-landsleiki fyrir Ísland.

Atli kom við sögu í 14 leikjum í deild og bikar með FH í sumar og skoraði eitt mark gegn ÍR í bikarnum.

skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×