Innlent

Ferðamenn ekki verið ánægðari með Ísland síðan í nóvember

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðamenn frá Ástralíu mældust með 83,8 stig og Bretar með 82,2 stig í Ferðamannapúlsi Gallup fyrir ágústmánuð.
Ferðamenn frá Ástralíu mældust með 83,8 stig og Bretar með 82,2 stig í Ferðamannapúlsi Gallup fyrir ágústmánuð. Vísir/Vilhelm
Bandaríkjamenn sem heimsóttu Ísland í ágústmánuði eru ánægðastir ferðamanna með dvölina, samkvæmt Ferðamannapúlsi Gallup. Ánægja þeirra mældist 85,6 stig af 100, en Bandaríkjamenn er stærsti hópur ferðamanna hér á landi eða 40% allra ferðamanna.

Ferðamenn frá Ástralíu mældust með 83,8 stig og Bretar með 82,2 stig. Samtals mældist ferðamannapúlsinn í ágúst 83,9 stig og var því 1,1 hærri en í júlí. Um er að ræða hæstu mælingu á Ferðamannapúlsinum síðan í nóvember í fyrra.

Ferðamannapúlsinn er metinn út frá fimm undirþáttum: heildaránægju með ferðina, líkum á að mæla með Íslandi sem áfangastað, skynjun á gestrisni Íslendinga, hvort að ferðin hafi uppfyllt væntingar og hvort að ferðin hafi verið peninganna virði. Líkur á meðmælum er sá þáttur sem mældist hæstur í júní, eða 89,2 stig af 100 mögulegum á meðan mat ferðamanna á hvort ferðin hafi verið peninganna virði var sá þáttur sem mældist lægstur, eða 78,2 stig af 100 mögulegum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×