Lífið

Bein útsending: Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga Kling og Kristín Ólafsdóttir ræða við lesendur Vísis í beinni klukkan 14.
Sigga Kling og Kristín Ólafsdóttir ræða við lesendur Vísis í beinni klukkan 14.
Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spárnar fyrir október birtust í morgun. 



Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins. 

Siggu Kling verður í beinni útsendingu á Facebook Live í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar. 

Útsendingin hefst klukkan 14:00. Sigga ætlar að gera sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Spákonan biðlar til lesenda Vísis að koma með einlægar spurningar sem koma frá hjartanu. Ekki sé nóg að senda aðeins fæðingardaginn.

Útsendingin verður aðgengileg hér á Vísi síðar í dag en hún fer fram í gegnum Facebook-síðu Vísis og hægt er að horfa á hana þar.


Tengdar fréttir

Októberspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Kominn tími til að taka annað skref

Elsku Bogmaðurinn min, þú ert réttlætissinnaður bardagamaður í eðli þínu og lífið er bardagi. Þú ert að berjast fyrir þínum rétti alla daga og þó þú hafir rétt fyrir þér er það viss bardagalist að kunna að vægja og jafnvel láta aðra halda þeir hafi rétt fyrir sér.

Októberspá Siggu Kling – Ljónið: Virðist afla meiri tekna

Elsku Ljónið mitt, það er svo mikilvægt fyrir þig að hafa tilgang til þess að spretta úr spori, því ef þú hefur það of gott og þarft ekki að hafa fyrir því sem er að gerast, þá gerirðu ekki neitt og þá er lífsbókin þín ekki spennandi.

Októberspá Siggu Kling - Tvíburinn: Átt eftir að sjá svo margt í öðru samhengi

Elsku Tvíburinn minn, það verða svo sérstaklega góð samskipti þín við aðra sem gefur þér svo mikið og þú átt svo auðvelt með tjáningu sem gerir það að verkum að allt verður auðveldara og allur ótti hverfur og ef þú skoðar það er allur ótti þinn út af öðru fólki en ekki persónulega frá sjálfum þér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×