Lífið

Iceland Airwaves kynnir síðustu tuttugu atriði hátíðarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hátíðin verður 7.-10. nóvember.
Hátíðin verður 7.-10. nóvember.
Íslenska tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tilkynnti í dag  síðustu tuttugu atriðin sem koma fram á Iceland Airwaves og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar.

Dead Sea Apple, Toy Machine og Carpet stíga svið en það voru tónleikar þessara sveita fyrir 20 árum síðan sem varð kveikjan að því að Iceland Airwaves var sett á laggirnar. Team Dreams (Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason) koma fram, músíkantinn Cola Boyy (US) og margir fleiri listamenn verða á Airwaves í ár.

Í heildina eru um að ræða 240 atriði frá 25 löndum, sem gerir 20 ára afmælisútgáfuna stærstu Airwaves hátíð frá upphafi. Þar á meðal eru Ólafur Arnalds, Ásgeir, Blood Orange, Alma, Hayley Kiyoko, Cashmere Cat, Stella Donnelly og margir fleiri.

Hér að neðan má sá þau atriði sem kynnt eru til sögunnar í dag:

Allanheimer • Alvia • Cola Boyy (US) • Bodypaint • Carpet • ClubDub • Dead Sea Apple • Dr Spock • Fufanu • Gabríel • Grísalappalísa • Herra Hnetusmjör • Huginn • Klaki • Mosi • Sylvia Erla • Team Dreams: Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason • The Rhythm Method (UK) • Toy Machine.

Í tilkynningu Airwaves segir að Jade Bird og Sassy009 hafa afboðað komu sína á Iceland Airwaves.

Iceland Airwaves hefur lengi verið talin besta leiðin til að kynnast nýju uppáhalds tónlistinni þinni. Af þessum 240 atriðum eru yfir 150 íslensk bönd en hátíðin fer fram 7.-10. nóvember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×