Fótbolti

PSG og Rauða stjarnan ákærð af UEFA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var kveikt á blysum í gærkvöld
Það var kveikt á blysum í gærkvöld vísir/getty
UEFA hefur ákært Paris Saint-Germain og Rauðu stjörnuna fyrir slagsmál stuðningsmanna liðanna eftir leik þeirra í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

Aganefnd UEFA mun fara yfir ólæti stuðningsmanna beggja liða á fundi sínum seinna í mánuðinum. Slagsmál komu upp á meðal stuðningsmanna liðanna eftir leikinn sem PSG vann 6-1.

Rauða stjarnan fékk einnig ákæru fyrir óviðeigandi stuðningsmannasöngva á Parc des Princes vellinum í París, þrátt fyrir að félagið hefði ekki mátt selja miða á leikinn til stuðningsmanna síns.

Þá kveiktu stuðningsmenn PSG á blysum í stúkunni.

Rauða stjarnan hefur nú þegar fengið nokkrar refsingar frá UEFA vegna hegðunar stuðningsmanna í undankeppninni og er í hættu á að þurfa að leika heimaleiki sína fyrir luktum dyrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×