Íslenski boltinn

Aron Snær framlengdi við Fylki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Snær
Aron Snær vísir/bára
Markmaðurinn Aron Snær Friðriksson verður áfram í Árbænum næstu ár, hann skrifaði undir nýjan samning við Fylki í dag.

Aron er fæddur árið 1997 og er í dag markmaður U21 landsliðs Íslands. Hann gekk til liðs við Fylki frá Breiðabliki seinni part ársins 2016.

Aron var kosinn efnilegasti leikmaður Fylkis á lokahófi félagsins og hann átti stóran þátt í því að liðið hélt sér uppi í efstu deild.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki, Aron er efnilegur markmaður og hefur staðið sig vel hjá okkur síðustu tvö ár og við ætlumst til mikils af honum í framtíðinni,“ segir Hrafnkell Helgi Helgason í meistaraflokksráði hjá Fylki.

Fylkir endaði í áttunda sæti í Pepsideildinni eftir stórsigur á Fjölni í síðustu umferðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×