Fótbolti

Sokratis sá fyrsti í rúma tvo áratugi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sokratis Papastathopoulos fagnar markinu ásamt liðsfélögum sínum.
Sokratis Papastathopoulos fagnar markinu ásamt liðsfélögum sínum. vísir/getty
Arsenal vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á Hannesi Halldórssyni og félögum Qarabag er liðin mættust í Evróudeildinni í kvöld.

Sokratis Papastathopoulos kom Arsenal yfir á fimmtu mínútu áður en Emile-Smith Rowe og Matteo Guendouzi bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Arsene Wenger hætti sem stjóri Arsenal í sumar og Unai Emery tók við en Sokratis er fyrsti leikmaðurinn í 22 ár sem skorar mark fyrir Arsenal og Wenger er ekki á hliðarlínunni.

Síðasti leikmaðurinn til þess að skora fyrir Arsenal er Wenger var ekki þjálfari var Glenn Helder og það var í janúar 1996; rúmlega 22 ár. Ótrúlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×