Fótbolti

Magnaður sigur Malmö á Besiktas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór í leik með Malmö í fyrstu umferðinni.
Arnór í leik með Malmö í fyrstu umferðinni. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö gerðu sér lítið fyrir og skelltu tyrkneska stórveldinu, Besiktas, 2-0 á heimavelli í I-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.

Arnór Ingvi var í byrjunarliðinu hjá Malmö en fyrra markið var sjálfsmark Caner Erkin. Síðara markið skoraði Markus Rosenberg af vítapunktinum.

Malmö er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en öll lið riðilsins eru með þrjú stig eftir að norska liðið Sarpsborg gerði sér lítið fyrir og skellti Genk á heimavelli, 3-1.

Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á bekknum er Krasnodar vann 2-1 sigur á Sevilla í J-riðlinum. Krasnodar er á toppi riðilsins með sex stig.

Steven Gerrard og læræisveinar hans í Rangers unna 3-1 sigur á Rapid Wien á Ibrox-leikvanginum efter að hafa lent undir. Rangers er með fjögur stig á toppi riðilsins.

Úrslit kvöldsins:

Rangers - Rapid Wien 3-1

Spartak Moskva - VIllareal 3-3

Apollon - Marseille 2-2

Eintracht Frankfurt - Lazio 4-1

Malmö - Besiktas 2-0

Sarpsborg - Genk 3-1

Krasnodar - Sevilla 2-1

Standard Liege - Akhisarspor 2-1

FC Astona - Rennes 0-0

Jablonec - Dynamo Kyiv 2-2

Bate - PAOK 1-4

Chelsea - Vidi 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×