Lífið samstarf

Draumafasteign í sólinni

Euromarina kynnir
Áhugasömum kaupendum bjóðast skoðunarferðir til Costa Blanca. Nánar á euroeignir.com
Áhugasömum kaupendum bjóðast skoðunarferðir til Costa Blanca. Nánar á euroeignir.com Euromarina
Mikill fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum fundið draumafasteign sína á Spáni. Euromarina hannar og byggir allar gerðir húsnæðis á Spáni og bjóðast  áhugasömum kaupendum skoðunarferðir í sólina.

„Á Costa Blanca svæðinu erum við með fjölbreytt úrval nýrra fasteigna í boði,“ segir Kristján Sveinsson, sölumaður fasteigna hjá Euromarina.

„Costa Blanca ströndin teygir sig 200 km meðfram Miðjarðarhafinu við suðaustur strönd Spánar og þangað er auðvelt að ferðast frá Íslandi með beinu flugi til Alicante. Frá Alicante er einungis 25 mínútna akstur til Costa Blanca. Miðjarðarhafsloftslagið er helsta ástæða þess að koma sér upp öðru heimili á Spáni. Veðrið á Costa Blanca og Costa Calida er gott og sólríkt árið um kring, um 18 gráður að meðaltali yfir veturinn og hærra um 320 daga á ári. Sólarstundirnar telja yfir 3000 á ári.”

Skoðunarferðir um svæðið

„Áhugasömum kaupendum bjóðast skoðunarferðir um svæðið. Meðan á skoðunarferðum stendur er gist á fjögurra stjörnu La Laguna Spa Hotel í boði Euromarina. Starfsmenn okkar aðstoða þá sem áhuga hafa á að skoða faseignakaup ytra og fylgja þeim gegnum allt ferlið og leggjum við mikla áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu” segir Kristján.

Á eignalista Euromarina er fjölbreytt úrval fasteigna.  Euromarina hannar og byggir allar gerðir af húsnæði í nútímalegum og fjölbreyttum stíl.

„Við bjóðum allt frá íbúðum við ströndina, rúmgóðum fasteignum í þéttbýli með heilsárs þjónustu veitingastaða og afþreyingar og hágæða einbýlishús á stórum lóðum.“

Framúrskarandi byggingagæði eru í ávallt hávegum höfð hjá Euromarina og eru húsin hönnuð og byggð samkvæmt óskum og þörfum viðskiptavina þar sem hvert smáatriði er vandlega valið.

„Við notum aðeins efni í hæsta gæðaflokki sem einnig eru umhverfisvæn,“ segir Kristján.

Eignirnar eru staðsettar á Costa Blanca og Costa Calida, stöðum eins og Doña Pepa (Rojales), Pueblo Patricia (Los Alcazares), Euromarina Tower (La Manga del Mar Menor) og Sea Coast (Arenales del Sol).

Áratuga reynsla

Saga Euromarina teygir sig aftur til ársins 1972 og segir Kristján fyrirtækið ávallt hafa staðið í fremstu röð.

„Við höfum verið frumkvöðlar í ferðaiðnaðinum og erum markaðsleiðandi fyrirtæki með eignir í hæsta gæðaflokki. Eignir Euromarina hafa fengið bæði innlendar og alþjóðlegar  viðurkenningar,“ segir Kristján.  „Stöðug aukning fjölda byggðra húsa allt til dagsins í dag, sem telja meira 30.000, er góð staðfesting á gæðin og vitnar til um ánægju viðskiptavina.“ 

„Viðskiptavinir okkar koma frá fleiri en áttatíu löndum og þessi fjölbreytta samsetning fólks, sem býr innan um heimamenn, nýtur góðs af ólíkri menningu hvers annars. Þannig skapast samfélag þar sem kjörið er að njóta frísins, setjast alveg að eða fjárfesta, þar sem auðvelt er að leigja eignirnar út. Fjölmargir Íslendingar fylla þennan hóp en Euromarina hefur unnið með íslenskum viðskiptavinum í 16 ár. Geli Hernandez hefur sinnt Íslenskum markaði fyrir Euromarina síðastliðin 16 ár. 

Þjónusta Euromarina endar ekki við undirritun kaupsamnings.

„Við leggjum okkur fram við að bjóða fjölbreytta þjónustu og skipuleggjum vandlega hvert smáatriði með þarfir nýs lífsstíls viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Euromarina er lífsstíll, sönn spegilmynd í anda Miðjarðarhafsins, fjárhagslega viðráðanlegur lífstíll sem sameinar þægindi og gæði sem við öll leitum eftir á heimili okkar.“

Viðurkenningar

Hverfisskipulag Euromarina er margverðlaunað með viðurkenningu fjölmargra dómnefnda, bæði spænskra og alþjóðlegra og staðfestir það skilvirka stjórnun og gæði á eignum félagsins.

„Við erum afar stolt af verkefnum okkar, þar á meðal byggingu "Hotel Spa and Golf La Laguna", sem vann Ferðaverðlaun Torrevieja og Costa Blanca, metnaðarfullt verkefni með einstökum byggingarstíl og er spegilmynd af Miðjarðarhafsstílnum. Þetta er fjögurra stjörnu hótel sem býður upp á það besta í þjónustu á öllum stigum þjónustugeirans. Á hótelinu er meðal annars 700 fm Spa,“ segir Kristján.

Nánari upplýsingar um skoðunarferðir til Costa Blanca og bókanir á euroeignir.com 

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Euromarina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×